30.6.2008 | 21:36
hjúkkur með kjaft?
eða vilja hjúkkur fá borgað fyrir það sem þeim er ætlað að gera?
næstum það sama verður uppi á teningnum og var í uppsögnum í maí hjá skurð og svæfingahjúkkum - á spítalanum verður enga hjálp að fá. ef einhver spyr sig hvers vegna þá er svarið að heilbrigðiskerfið er keyrt á yfirvinnu því svo fáir starfa þar miðað við hausatölu sjúklinga. þeir fáu sem starfa þar fá svo lág laun að þeir taka feginshendi allri yfirvinnu. þess vegna vildu skurð og svæfingahjúkkur ekki láta af hendi sína yfirvinnu.
niðurstaða - HÆRRI LAUN FYRIR DAGVINNU OG EKKERT VESEN!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 21:48
ísbjarnarblús eða plágan?
er nú ekki komið nóg af útópíuumhverfisdýraverndunarkjaftæði? veit fólk ekki að ísbirnir eru jafn hættulegir og ljón? gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir því að ef bangsamanni hefði langað að heilsa upp á fólk innandyra þá hefði hann bara gert það? - og étið þau öll. bóndinn á bænum var ekki með áhyggjur í gríni, eða hélt fólk það? það er ekkert íslenskt heimili sem er ísbjarnarhelt! ísbjörn getur náð allt að 60km hraða á góðum degi og rifið í sig það sem ógnar honum, getitt??? svona dýr á að skjóta ef það villist frá heimkynnum og grénjiði nú það - þið þarna græningjar. haldið svo ykkar blús fyrir ykkur sjálf, bangsamanni var líka alveg sama þó hann dræpist, hann var að dauða komin hvort sem er, langt frá heimili og móður sinni og ísinn hvergi nálægur- snökt.
ég er dýravinur að guðsnáð og vil engri skepnu illt, nema vondu fólki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 20:04
og nú skulum við leggja vel við hlustir...
... þegar fólk eins og svala rún hefur upp raust sína. þetta er nákvæmlega það sem er að í besta og flottasta heilbrigðiskerfi í heimi. það er nefnilega farið allt til helvítis. kerfið snýst um sjálft sig og þegar niðurstöður fást um einhver málefni fer peningurinn og tíminn í að stofna nefnd sem á að tala og álykta um niðurstöður sem gagnast ekki sjúklingum heldur kemur vel út á blaði. úr verður blaður og blaður og enn meira blaður sem er ekki ókeypis!
og hver fær að borga?
sjúklingurinn auðvitað - til þess er hann, svo kerfið hafi eitthvað að gera.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 22:02
ég tek ekkert frí..
.. frá bloggi í sumar því mig langar ekki til þess. ég ætla að taka djöfuls tölvuna með mér út og suður og líka á lónsöræfi og blogga eins og ekkert sé nauðsynlegra. á hverjum degi ætla ég að rísa úr rúmi og byrja á að velta því fyrir mér um hvað ég eigi að blogga um kvöldið. það verður bloggað meira en venjulega og pistlar verða stóryrtari og meinyrtari en nokkrum orðum fá lýst.
en - ætli ég taki ekki bara pause, pause er ekki frí.
um helgina verð ég á bakvakt og ætla að nota tímann til að dytta að húsi og garði og lesa um latex. svo blogga ég á mánudaginn um það og segi frá í smáatriðum hvernig helgin leið. ef ekkert spennandi verður að segja frá þá bý ég það bara til. það verður gaman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 17:15
ég horfi á júróvisjóne..
..þó það sem horfir almennt við fólki sé skrautsýning og fjölskylduskemmtun og keppni og lög og dans og eitthvað sem sameinar fólk og flokkar í sundur á sama tíma, er júróvisjóne anarkí. ekki mikið og sterkt anarkí, en samt anarkí.
þegar ég horfi á og hlusta ekki mikið, þá verð ég þess áskynja að fólk hefur fengið obbolítið nóg af einhverju. það er óþreyjufullt eftir einhverju og fullsatt af einhverju og er að bíða eftir einhverju miklu og stórkostlegu til að gerast. its a happening - i hope it is a happening, eða þannig.
í þessari skrítnu tilfinningu um að einhvað sé að gerast senda þjóðir skemmtiatriði í keppni sem fólk veit fyrirfram að eru ekki góð, ekki fyndin og ekki frumleg. fyrir mörgum árum byrjuðu þátttakendur að senda frá sér svokölluð skrípaatriði, annaðhvort til að vera örugg með að vinna ekki og þurfa þar af leiðandi ekki að halda keppni að ári, eða voru með þessu skrípi að gefa skít í keppnina og umstangið í kringum hana og kostnað. nema þessar þjóðir séu svona agalega ómússikalskar. en þegar ég heyri um þátttakendur klædda upp sem kjúklingar eða elvis eða "vottever" og sé mjúsíkatriði sem inniheldur þriggjatóna laglínu og texta um ástir og afglöp dettur mér í hug firring fáránleikans. það er einmitt það sem anarkí snýst um.
ekki fara nú að rugla saman anarkí og paunki. það er engin samsvörun þar á milli en hvort fyrir sig getur anarkisti verið paunkari og paunkari getur líka verið anarkisti ef einstaklingur vill. það sér hver maður að júróvisjóne verður aldrei paunk. samt væri nú gjörsamlegt æði ef páló spretti upp kambi.
ég styð finna og enga aðra - lifið heil engan feil
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 22:04
ég fór á tónleika í gær..í góðum skóm..
..með egó. það var frábært. ég tróð mér fremst með brjáluðum aðdáendum bubba, söng og dansaði af innlifun. mér fannst samt að sándið hefði getað verið betra og það var eins og bubbi væri bara að flytja texta og innlifunina vantaði, við það má bæta að ég nota sterk gleraugu og mögulegt að eitthvað hafi farið framhjá mér. í kringum mig voru allmargir rennsveittir menn á aldrinum 20 og uppúr, til hliðar við sviðið dingluðu sér glimmerklæddar unglingsstúlkur með stút á munni. þær virtust ekki hafa aldur til viðveru. nokkrar voru illa á sig komnar eftir skemmtunina og veltust um torgin á ljótum hælaskóm sem engum nema tískuþrælum dettur í hug að kaupa. ég var aftur á móti í "góðum skóm" frá búð þeirri sem kennd er við vinnuföt. eina kvennsu hitti ég í leigubílabiðröð. ég gat ekki betur séð en stúlkan sú væri á góðri leið á að enda í ampútasjón, svo bólgin var hún á tám og öklum - hvað er þetta með þessa ógeðslegu skó? eitt er að vera í ljótum skóm en annað er að stíga í einhvað sem á að líkjast skóm! mér finnst að það ætti að banna svona ógeð og með því er hægt að spara stóran pening í samanskrúfuðum öklum og höndum eftir helgar.
hitt er annað að ég fann skáldakápuna í gær og hafði þar dulu að dansa í. hún kostaði 3000 og er dásamleg og falleg. hún er af einhverri gamalli konu úr hafnarfirði og ekki skemmir það fyrir. konur hafa yfirleitt verið smart í hafnarfirði, með fáum undantekningum sem ég eyði ekki plássi í.
nú, í dag tók ég að mér að passa litla frænku sem verður 1 árs í næsta mánuði. hún kom til mín í fyrsta sinn í pössun utan síns heimilis. hún hafði verið eitthvað ólík sjálfri sér í dag, ekki hlegið eins mikið og fáir fengu bros. foreldrarnir fóru með eldra barnið á gosa. þau skemmtu sér vel. litla frænka og ég skemmtum okkur ágætlega framanaf, hún svaf og ég keyrði vagninn. svo varð allt heldur leiðinlegt þegar litla frænka fór að gráta og gráta og gráta og gráta. ekki vildi hún borða, drekka, sofa hvað þá að leika sér. með ekka og tár sat ræfillinn í fanginu á mér og kúrðist niður og hágrét útaf einhverju sem við hjónin stóðum ráðþrota yfir. gat þetta verið aðskilnaðarmótmæli? var barnið lasið? voru foreldrarnir ekki að koma? jú - þau voru á leiðinni. litla frænka skildi það ekki og herti hljóðin. fjölskyldan fór heim með litlu frænku í flýti, hún hlaut að vera eitthvað lasin ræfillinn. þegar heim kom varð hún öll rólegri og tók ágætlega til matar síns. þegar annað foreldrið fann lykt var skýringin fengin. ræfillinn litli var sárlasin með niðurgang. æjh ræfillinn....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 22:38
í hvert sinn sem..
.. ég fer á menningarviðburði kemur upp í mér tregi sem er nánast hrein og tær sorg. í einu tilefnislausri árás á skít og ryk henti ég skáldafrakkanum. hann var í eigu eins stærsta útvegsmanni íslands til margra ára, sá var afar smávaxinn af karlmanni að vera og fékk ég frakkann til eignar þegar karlinn fór til guðs. frakki var klæðskerasaumaður frá kóróna.
- nú skal haldið á egó. einn vitleysingurinn sagði í fréttablaðinu um daginn að hún hefði mjög víðan og opin tónlistasmekk, hlustaði jafnt á diskó og popp og meira að segja svolítið á paunk en það hefði komið til "þegar bubbi startaði egóinu" eins og viðkomandi sagði orðrétt. hér er auðvitað um gundvallarmisskilning að ræða eða öllu heldur fáviska um paunk. utangarðsmenn voru ekki einu sinni paunk. paunk hefur varla verið til á íslandi. það má deila um það hvort fræbbblarnir eða taugadeildin séu/voru paunk eða ekki, þeir eru það að mínu mati, en egó var aldrei paunk.
-------- en öllu því slepptu þá á ég enga dulu að dansa í og ekki er mikið paunk í því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 10:43
næstu daga verður...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 21:56
dimmir dagar allir eins..
...svalt loftið syfjaðan grípur að streðast á móti er ekki til neins tralalalalalalla.
þarna stal ég aðeins frá bubba, þetta er gamall texti og ágætur. mig minnir að lagið heiti giftu þig 19.
þetta dettur mér oftast í hug þegar lífið er litað af uppskriftinni éta, sofa, vinna og ekki orka til neins annars. hvítasunnan er framundan og blítt veður í kortum sem snertir mig ekki mikið því ég verð á bakvakt frá föstudegi til mánudags - ekki mikið paunk í því. betri helmingurinn kemur heim á morgun með gjafir frá útlöndum.
jamm púff
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 20:04
ég held að ég geymi pistilinn um spítalann..
.. og hugsi bara um það sem skiptir máli. í stuttu máli vitum við sem að komu hvort er betri pappír, skurð og svæfingahjúkkur eða forstjórar og ónefndur sviðstjóri spítalans. hægt væri að skrifa heila bók um þeirra sveittu sáttahendur og innri menn. hún kemur kannski út ef ég er í sérlega vondu skapi.
vell, betri helmingurinn er á förum til útlanda á morgun og það verður ansi gaman (hjá mér ) á meðan. ég sinni hinu hjónabandinu bara betur á meðan og heimsæki jafnvel fólk.
garðvinnan er byrjuð og búið að safna saman rusli sem fokið hefur inn í minn garð úr öðrum görðum. stundum þarf að gera sömu hlutina tvisvar eða oftar - nú sé ég í mínum garði pappakassa utan af trampólíni, kassa utan af six pakk, eldhúsrúlla hefur faðmað hekkið á þremur stöðum og stórt einnota glas situr í beðinu og horfir á innileikann sem á sér stað á greinunum. kann fólk ekki lengur að ganga frá rusli í ruslatunnur? hvaða fokk er það að skíturinn úr öðrum löðrast yfir garðinn minn sem er öllum görðum fegurri í götunni? ég er alltaf fyrst til að taka til í garðinum, henda flugeldadóti, jólatrénu og raka saman afklippum úr hekki og þannig. nágrannarnir virða mína vinnu ekki betur en svo að þeir horfa á eigin skít og drasl leika sér á minni landareign og klóra sér bara í klofinu yfir því...eins og magnús og bróðir hans sem höfðu ekki síma! ég fer á eftir og hendi þessi öllu til baka - bara einhvert - því mér er fokk sama hvað verður um drasl sem ég vil ekki vita af!! ég er ekki umhverfissóði það skal vera á hreinu lifið heil
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)