til bjargar bændum og búaliði

hugmyndin er eiginlega stolin en þróaðist í samtali við frænku mína sem er bóndi sem líkt og aðrir bændur þurfa að borga með sér til að lifa á islandi. mér hefur alltaf runnið til rifja þegar er verið að hygla og andskotast með agalega tilgangslausar hugmyndir líkt og þegar íslendingar og fleiri jarðbúar héldu ekki vatni yfir keikó sem var bara fiskfjári með sveppasýkingu í húð. nær væri að hlúa að einhverju sem skiptir máli og gefur í aðra hönd. mjög nærtækt væri ef hver íslendingur keypti uppeldi á einni kú. kaupandinn myndi þá borga bónda fyrir daglega umhirðu, s.s. fóður, bás, heimsóknir dýralæknis, slátrun og frágang og senda mjúsiklista til sinnar kúar eða tudda sem spiluð væri fyrir skepnuna svo henni líði vel. á jólum og páskum myndi kaupandi senda sinni skepnu aukapening fyrir einhverju sem fellur til það árið. í staðinn fengi kaupandi mynd af skepnunni, heimsóknartíma og forkaupsrétt á úrvalskjöti beint frá bónda. með þessu móti yrði allt annað líf að vera bóndi og kjöt yrði töluvert ódýrara á almennum markaði. svo má auðvitað heimfæra verklagið á hvaða tegund sem er. gaman væri nú að eiga mynd að rolluskjátu í albúmi og heimsækja hana að hausti í réttum. börn hafa líka svo gott af því að komast í sveitina og sjá hvernig dýrin hafa það og hvernig allt er í raun og veru. hver man ekki eftir að hafa farið með ís í munnvikum og súkkulaði út á kinn í ryk- og reykmettuðum bíl með mömmu og pabba út í sveit til að skoða dýrin? öllum börnum langar að komast úr leikjatölvum og öðru dópi út í náttúrulegt umhverfi þar sem litlu dýrin tyggja gras, liggja á meltunni og hlaupa um og leika sér. í beinu framhaldi er eðlilegast að bjóða kaupendum að vera viðstaddir slátrun á eigin skepnu svo öll fjölskyldan viti nú hvaðan maturinn þeirra kemur. allt þetta er gott fyrir fólk á öllum aldri að gera sér grein fyrir, að bændur eru ekki fólk með útivistardellu heldur flokkur fólks sem sér borgar- og bæjarbúum fyrir nær öllu sem er ómissandi á jólum, páskum, afmælum, júróvisjonpartýum og flestum viðburðum í lífi hvers manns. auðvitað er dásemdin ekki ókeypis og þess vegna vaknaði hugmyndin um fósturtuddann.  áfram bændur!

þetta hvíta

er ekki komið nóg af þessu hvíta ógeði hér út um allt? ég hafði gaman af þessu sem krakki og efast ekki um að krakkar gleðjist nú, en þarf alltaf að gleðja þessa krakka? er ekki búið að gleðja þá í allan vetur? er ekki nóg komið? fullorðið fólk vaknar í góðri trú um að sumar sé í nánd en lendir í því að skafa snjó líkt og gert er í síberíu. það þarf vart að minnast á það að nokkrir íslendingar voru komnir á sumardekkinn og komust við illan leik til vinnu í morgun, minnsta kosti í minni vinnu Angry . við hvern er að sakast? eigum við að hringja í gvuð? en, æjji eriddikki bara allt í lagi? jújú, við látum ekkert eins og asnar og verðum snar yfir  smá sjó - ha?! ítalir eru þannig að ef rignir í einn dag eftir margra vikna sólarblíðu, þá verða þeir vitlausir í skapinu, urra á hvorn annan og eru ekki eins og menn. um leið og til sólar sést aftur verða þeir bestu vinir sinna óvina og allt fellur í ljúfa löð. þetta er bara næstum sikkópatíst ástand þarna hjá þeim Pinch . það er þannig hjá mér að ég tók þessari sjókomu með mikilli ró og hugsaði með mér hve umferðin yrði dásamlega róleg og hvít á leið í vinnu, menn gætu notið þess að hlusta útvarp og fyllt hugan af fallegum myndum þessa síðustu vetrardaga. Smile  skyndilega yrði allt fagurgrænt og ilmandi, fossvogurinn klæddist sumarskrúða og litlu sumarafleysingarenglarnir svifu um ganga spítalans og mynntu mann á að sumarfrí væri í nánd Wizard .      ég er nefnilega ekki haldin neinum fordómum og er ekki umferðardóni, né neitt pirruð á helvítis vetrinum sem er búin að vera alltof lengi og ekki fært neinum neitt nema djöfuls vesen, beinbrot á skíðum, brettum eða spariskóm ásamt ógeðslegum bensínkostnaði við að afþýða bílinn á næstum hvern morgun.  lifið heil - eða mér er alveg sama Sick

1. ógeð, 2. litlir kassar

1 - ógeð 

hvað gengur fólki til að kveikja í hesthúsum, með hestum inni í? er fólk haldið kvalarlosta eða bara mjög heimskt? maður bara er orðlaus!

æji - bara ekkert að gera í dag, förum upp í hesthús og kveikjum í W00t, já og hlustum á hrossin kveljast og brenna - já frábær hugmynd ha?

 

2 - litlir kassar

um daginn var ég í hópi fólks og barst talið að einhverjum skólabúningum og svoleiðis. einn pabbinn hafði nokkuð fyndið að leggja í umræðuna og var það á þá leið að dóttir hans á barnaskólaaldri sem skreytt er skólabúningi, velur sér nærföt á hverjum morgni að mikilli kostgæfni því þar sem allar stúlkur eru eins klæddar er metingurinn færður nær beini og þurfa nú nærfötin að standast strangari kröfur en verið hefur.

þarf þá ekki að fara að hanna skólanærföt? þegar engin klæði eru til að metast um, þá þarf að samhæfa leikföng (eða bara sleppa þeim), hárskraut og fleira skemmtilegt verður bara allt eins svo allir verði eins! þurfa þá foreldrar ekki að fara að ganga í stöðluðum fötum líka svo þeir séu allir eins líka? það þarf að útrýma hættulegum frösum barna ( pabbi minn er sterkari en pabbi þinn) og eigum við þá ekki að aka um á eins bílum (höfum það toyota hilux- svartglansandi á 38"), búa öll í eins húsum og svo mætti lengi telja - allt til að við þurfum ekki að kenna krakkarófunum okkar neitt um eðlilegheit og fjölbreytileika. það sér það hver maður að ekki gengur að taka í hnakkann á krökkum sem hafa sér til skemmtunar að hrekkja aðra vegna útlits eða klæðaburðar, það er auðveldara að steypa alla í sama mót þannig fríar maður sig mikilli ábyrgð.

öll svona óeðlilegheit minnir mig á texta með þokkabót sem fjallar um litla kassa - og allir eins!


!

nú var ég að ljúka við að skoða vínilsafnið vegna þess að í dag keypti ég formagnara í plötuspilarann. eða ég keypti formagnarann því ég var farin að sakna vínlana. engin er svikin af gömlu diskói og pönki og dóti allskonar. ég hélt nú að meira væri til að diskói en pönkið hafði vinninginn. einni plötu sakna ég mjög mikið og það er hvíta platan með fræbbblonum. þessi plata hefur verið í eigu systkyna minna í mjög mörg ár og ég hélt að ég hefði tekið hana með mér þegar að heiman fór. þau hafa ekki séð plötuna heldur í mörg ár. þetta finnst mér agalega erfitt, að vita til þessa gersima í höndum fólks sem kann ekki að fara með. til að vega upp þennan afar erfiða söknuð skoða ég og hlusta á talking heads og ninu hagen og dead kennidys og aðrar plötu með fræbbblonum eins og viltu nammi væna? það er nú meira meistarastykkið -ha?

en ekkert kemur í stað þeirra hvítu Frown.


lífshlaup kattarins kisa

kisi fannst í ruslagámi uppi í árbæ og var þá stálpaður kettlingur með lungnabólgu, svangur og þvældur. bjargvætturinn laufey er (eða var allavega þá) starfsmaður kattholts svo leiðir kisa lágu eðlilega þangað. þar var hann fæddur og "klæddur" og geymdur í búri.

þegar ég sá mynd af honum á síðu kattholts var hann búin að vera þar í 9 mánuði og stóð til að senda hann "í sveitina" því engin vildi eiga hann. ég heimsótti hann til að sjá hvort um vörusvik væri að ræða, en ekki stóð á gæðum kvikindisins svo hann flutti á álftanes rúmlega 1 árs og er nú uþb 3 ára um þessar mundir. 

kisi var nefndur zorró í kattholti vegna skemmtilegrar litalegu í andliti. hér heima í höllinni hefur hann gengið undir allskonar nöfnum en svarar auðvitað engu nema kisi- kisikiskisisiisisisisisis og svo er hægt að blístra á hann. 

kisi hefur frá upphafi þurft að berjast fyrir tilveru sinni. fyrst við vosbúð, kulda og hungur, síðan beið hann halloka fyrir yngri og sætari frændum sínum og frænkum á hælinu og rétt slapp við ferðina í sveitina.

þegar heim kom tók við ærið verkefni - að verja sinn garð og runna. við höfum 4 sinnum hitt dýralæknin og hvæst á hann og urrað þó hún sé öll að vilja gerð við að gefa sýklalyf og binda um sár sem ljóti hefur veitt okkur. ljóti er óvinur númer eitt og býr í nálægri götu. húsbóndinn hans er ónefndur eigandi prentverksmiðju. kisi þarf að verjast fleirum en ljóta. pósturinn getur verið ansi ógnandi þegar lítill kisupúði hrekkur upp að værum blundi um leið og drasli er troðið inn um lúguna og endar á gólfinu með skelli. skelfingarógn læðist að um helgar og frídögum þegar simbi heimsækir afa sinn og ömmu hér hinumegin við götuna en það hefur ekki orðið vandamál úr því enþá því simbi er forvitin hundur og er oftast bundinn. kisi hefur með góðu innsæi getað undirbúið sig því hann þekkir bílinn sem simbi kemur í og getur þannig náð yfirsýn í vaskhúsglugganum. einnig hefur hann mælt út radíusinn sem simbi kemst í bandinu og nær oft að kvelja hundinn talsvert. samt er það nú þannig að afinn er ekki alltaf með sama reipið á simba - það er ekki alltaf jafn stutt eða jafnt langt. 

áhugamál kisa er að drepa og leika sér með dautt og hálfdautt fórnarlamb. stærsti fengurinn hingað til var hettumávur sem kisi litli setti undir rúmið okkar um miðja nótt. eins og myndirnar sýna er úrvalið af tegundum gott hér í sveitinni og margt skemmtilegt við að vera í fjörunni.  svona er daglegt líf kisa, eins og hjá flestum heimiliskisum, sofa - eta - leika sér - drepa - njóta lífsins - verja eigur sínar.

myndir þú vilja vera kisi?   


leti eða heiðarleiki?

þar sem maggs vinur er lasin og hnerrar svakalega, spunnust upp frásagnir af starfsmönnum sem tilkynna veikindi vegan ósennilegra kvilla. ég er sammála írisi og finnst verulega ólekkert að hnerra ofaní mat sem maður mallar fyrir aðra (og þiggur kaup fyrir) svo maggs litli tekur veikindaleyfi með hreina samvisku og hor í hendi. oftar sem einu sinni tók ég við tilkynningu starfsmanns um veikindi á ótilgreindri stofnun. starfsmaðurinn hafði ekki sofið nema 3 klukkutíma um nóttina og ætlaði að sofa til 10 og mæta svo Happy í stað þess að koma kl 8. besta tilkynningin sem ég hef heyrt um er þegar stúlka sagðist hafa hryggbrotnað en kæmi kannski daginn eftir !!! í mér kom upp heilbrigðisstarfsmannasjónarhornið og hló ofsalega, maður tjillar bara ekki með brotinn hrygg. þetta símtal átti sér stað fyrir um 15 árum og kemur alltaf reglulega í huga mér þegar vinnusiðferði fólks ber á góma (og stundum heimska) - það þarf ekki að fjölyrða neitt um það að stúlkunni var ekki trúað - en, mér datt í hug, bara í dag, kannski var stúlkan hryggbrotin? bara eins og skrifað eftir barböru kartlnd, á ljóðrænan máta? InLove hún var jú að vinna í bókabúð!?

 

ég hefi ákveðið að hafa vera helgar og frídaga bloggari. það fer doldill tími í þetta og eins og íris, á ég mjög erfitt með að finna heiti á pistla sem fara oft bara um víðan völl - hlátrasköll.


ekki slasast eftir 1. mai

algjörlega er ég sammála tukta og tollurum. við skurð og svæfinga hjúkkur og röntgentæknar eigum í sama stríði við okkar yfirkjamma. alveg sæmilegt kerfi er rifið niður og starfsfólki er gert að vinna við ógerlegar aðstæður, sem verður til þess að þetta "alveg sæmilega" kerfi verður sjúklingum hættulegt! 100 milljóna sparnaður er ýmist kynntur sem "niðurskurður á launum" eða "vinnuverndarsjónarmið " eða "hagræðing á þjónustu"  allt eftir því hvernig liggur á sviðastjórum. þeir vita ekki hverju á að svara þegar spurt er og líta út eins og asnar.

 skora á almenning að leita upplýsinga um málið - (kannski tek ég mig til að kryf málið hér á síðunni) ekki slasast eða veikjast mikið eftir 1. mai því við verðum öll hætt og það verður engin á skurðstofum LSH til að hjálpa ykkur. þetta er ekki djók!


að læra heima eða ekki læra heima

það eru 22 dagar þar til skólafélagar ætla að hittast og allir afar spenntir. menn keppast um að skrifa á blogg síðu apparatsins og rifja upp gamla brandara og þannig, ég hef skrifað oftast - ætli mér leiðist? nei - varla vekur það leiða að gantast við æskuvini sína W00t.

um daginn var frétt á ruv um heimanám grunnskólabarna. einhver breti (held ég) vill hætta að leggja fyrir heimanám svo börnum finnist þau ekki ofhlaðin verkum þegar heim kemur og gefist þess vegna ekki upp og verði leið og þreytt og hætti að nenna í skólann og verði löt og vitlaus. eins var þessi hugmynd stutt með því að margir forráðamenn væru illa að sér í því tungumáli sem krakkinn ætti að venjast í skóla og gæti þess vegna ekki hjálpað til við heimanám. hér er einhver rótarvitleysa á ferð - hvenær á krakki að læra að læra heima? þegar forrðáðamenn fá tækifæri til að læra íslensku? eða þegar krakkinn fer í menntaskóla? eða þegar krakkinn leitar eftir því sjálfur að læra námstækni?  hverning á kennari að meta það hvort krakkinn kunni eitthvað eða sýni framför? verða þá fleiri próf til að taka status? þarf ekki að læra fyrir próf? á að læra fyrir próf í skólanum? hvernig á krakki að læra fyrir próf sem hefur aldrei tamið sér að leysa verkefni heima fyrir? hvaða fokk er þetta? það væri sko gaman að vita hvað kennurum finnst um svona gjörning. kannski koma kennarar á ríjúníon og geta sagt sína skoðun Devil.


manni rænt á frídegi

frí í dag frá sjúkum og særðum. löng helgi er framundan og jafnvel stemmning fyrir labbitúr eða bílferð um helgina. það er aldrei að vita nema við finnum dínamít á víðavangi (fórum á þorbjörn síðustu helgi og rétt misstum af dínamít fundinum) drengurinn litli er farinn til útlanda og ekkert við að vera, engin til að skamma nema kannski að færa inn eitthvað.  

kannast einhver við að hafa heyrt í fréttum í morgun á ruv að manni hafi verið rænt í breiðholti í morgun? útvarpið var í gangi og það er sjens að mig hafi dreymt þetta Whistling . kannski var hann bara rændur?

 

 


nýtt áhugamál

kannski ég bloggi líka - um eitthvað sem mér finnst mjög merkilegt en öðrum ekki Wink. þetta er doldið fyndið fyrirbæri, svona blogg, eins og flestum sé ekki sama hvað aðrir eru að huxa í sínum kolli. samt er ég alltaf að skoða einhverjar síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt og ætti alveg að vera sama, eða þannig - manni er kannski ekki alveg sama múahahahah...  

drengurinn litli fer til london með skólanum á morgun að skoða listasöfn, þegar ég var í skóla fór ég í sædýrasafnið, niður í fjöru og þannig staði, í rútu og kom heim að kveldi. ég held að okkur hafi þótt svona ferðir skemmtilegar þar til kom að því að hreinsa kuðunga, skeljar og þannig drasl til að nota í einhver ömurleg hópverkefni sem urðu svo til sýnis fyrir einhverja Sick. ég hef aldrei þolað hópvinnu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband