16.12.2008 | 02:58
að sjálfsögðu..
.. fer þetta svona þegar stjórnmálamenn vita ekkert um það sem þeim er treyst fyrir.
heilbrigðiskerfið hefur alltaf liðið fyrir sparnað og niðurskurð sem engu hefur skilað.
þetta er sami dansinn og offitusjúklingurinn sem alltaf er í megrun en ekkert gengur, af hverju er það? það er af því að hann er alltaf í skyndilausn.
og það fáránlega er að á sama tíma og veikt fólk þarf að borga í innskrift, aftur það sem borgað hefur verið með sköttum, eru kellingar og kallar að þvæla fram og til baka í einhverjum nefndum um nýjan spítala - nýjan spítala sem kemur aldrei til með að þjóna þeim tilgangi sem hann ætti að gera. það sem þarf eru beddar fyrir veikt fólk, starfsfólk sem hefur tíma til að tala við þann sjúka og sinna hans grunnþörfum og stjórnendur sem veit um hvað spítali gengur út á.
hvaða hundveikur maður þarf bókasafn, fundarherbergi, útilistaverk og yfirbyggingu stjórndenda sem þvælast fyrir hvort öðrum? þetta er nú bara það sem er á teikniborðinu fyrir hinn stórglæsilega stjörnuspítala.
sá veit sem starfað hefur og/eða kennt hjúkrun í gegnum árin, að leið til vellíðan sjúklings er að hann sé virtur með þær ákvarðanir sem hann tekur og honum sé hjálpað til heilbrigðis eins og hann telur þörf á að hann þurfi.
samt er það nú þannig að þeir sem ætla sér heiðurinn af þessum nýja spítala sjá ekki þessa þörf.
réttnefnið yfir þennan bjánagang er SPARNAÐARBRUÐL
![]() |
Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.