29.9.2008 | 17:50
þegar ég var lítil ...
.. vann mamma á elliheimili þar sem hinir ellihrumu bjuggu. flestir, ef ekki allir fæddir fyrir aldamótin 1900. allmargir langt að komnir og höfðu ekki séð né heyrt í sínum nánustu í marga mánuði (ef einhverjir nánir voru). ég fór oft með mömmu í vinnu og bý að því ennþá að vita frá fyrstu hendi að margir áttu engan að, einn átti í fyrsta skiptið ósaggað rúm, einn var aldrei einn framar, einn hafði verið í fangabúðum. flestir voru vinnulúnir, krepptir, úr sér gengnir og búnir eftir lífsbaráttu sem gekk nærri af þeim dauðum. svo fór ég heim með mömmu mjög spennt því ég var með doldið í vasanum sem gömul vinkona mín gaf mér um morguninn. það var hvorki makkintos eða sykurpúði heldur hálfur sykurmoli sem hún geymdi handa mér að eiga þegar heim var komið.
er kreppa á íslandi í dag?????????
![]() |
Svartur dagur í sögu Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.