12.8.2008 | 23:13
aumkunavert kína
kínversk stjórnvöld eru litlir aumkunaverðir kerfiskallar sem skemmta mér með spéhræðslu og skriðkvikindishætti í garð evrópu um þessar mundir. mér er fyrirmunað að skilja hvað íslendingar (hvort heldur íþróttamenn og hvað þá stjórnmálamenn) eru að þvælast þarna hjá þeim, þó þeir kínamenn "haldi" ólympíuleika nú. mér dettur svo margt ljótt og ógeðfellt í hug þegar "kínversku" ólympíuleikarnir koma til tals, svo margt að það tæki mig alla nóttina að skrifa það. eins yrði ég örugglega drepinn og mín fjölskylda öll ef einhver kínakerfiskallinn skyldi það. en kannski er ekkert að óttast því þessir gleðigrímuklædduafturhaldsseggir skylja ekki merkinguna í orðum eins og "frelsi, heiðarleiki, sjálfsvitund".
þetta mun vera í fyrsta sinn sem ég vel að fylgjast ekki með íslenska handboltaliðinu í landsleik.
ég hef andstyggð á kínverskum stjórnvöldum, það vita allir hvernig farið er með almenning í kína.
ég hef andstyggð á íslenskum stjórnvöldum. ég útskýri það ekki nánar. sá sem ekki veit á að fara aftur í grunnskóla.
![]() |
Allt í plati í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.