ég tek ekkert frí..

.. frá bloggi í sumar því mig langar ekki til þess. ég ætla að taka djöfuls tölvuna með mér út og suður og líka á lónsöræfi og blogga eins og ekkert sé nauðsynlegra. á hverjum degi ætla ég að rísa úr rúmi og byrja á að velta því fyrir mér um hvað ég eigi að blogga um kvöldið. það verður bloggað meira en venjulega og pistlar verða stóryrtari og meinyrtari en nokkrum orðum fá lýst.

en - ætli ég taki ekki bara pause, pause er ekki frí.

um helgina verð ég á bakvakt og ætla að nota tímann til að dytta að húsi og garði og lesa um latex. svo blogga ég á mánudaginn um það og segi frá í smáatriðum hvernig helgin leið. ef ekkert spennandi verður að segja frá þá bý ég það bara til. það verður gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband