24.5.2008 | 17:15
ég horfi á júróvisjóne..
..þó það sem horfir almennt við fólki sé skrautsýning og fjölskylduskemmtun og keppni og lög og dans og eitthvað sem sameinar fólk og flokkar í sundur á sama tíma, er júróvisjóne anarkí. ekki mikið og sterkt anarkí, en samt anarkí.
þegar ég horfi á og hlusta ekki mikið, þá verð ég þess áskynja að fólk hefur fengið obbolítið nóg af einhverju. það er óþreyjufullt eftir einhverju og fullsatt af einhverju og er að bíða eftir einhverju miklu og stórkostlegu til að gerast. its a happening - i hope it is a happening, eða þannig.
í þessari skrítnu tilfinningu um að einhvað sé að gerast senda þjóðir skemmtiatriði í keppni sem fólk veit fyrirfram að eru ekki góð, ekki fyndin og ekki frumleg. fyrir mörgum árum byrjuðu þátttakendur að senda frá sér svokölluð skrípaatriði, annaðhvort til að vera örugg með að vinna ekki og þurfa þar af leiðandi ekki að halda keppni að ári, eða voru með þessu skrípi að gefa skít í keppnina og umstangið í kringum hana og kostnað. nema þessar þjóðir séu svona agalega ómússikalskar. en þegar ég heyri um þátttakendur klædda upp sem kjúklingar eða elvis eða "vottever" og sé mjúsíkatriði sem inniheldur þriggjatóna laglínu og texta um ástir og afglöp dettur mér í hug firring fáránleikans. það er einmitt það sem anarkí snýst um.
ekki fara nú að rugla saman anarkí og paunki. það er engin samsvörun þar á milli en hvort fyrir sig getur anarkisti verið paunkari og paunkari getur líka verið anarkisti ef einstaklingur vill. það sér hver maður að júróvisjóne verður aldrei paunk. samt væri nú gjörsamlegt æði ef páló spretti upp kambi.
ég styð finna og enga aðra - lifið heil engan feil
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.