ég fór á tónleika í gær..í góðum skóm..

..með egó. það var frábært. ég tróð mér fremst með brjáluðum aðdáendum bubba, söng og dansaði af innlifun. mér fannst samt að sándið hefði getað verið betra og það var eins og bubbi væri bara að flytja texta og innlifunina vantaði, við það má bæta að ég nota sterk gleraugu og mögulegt að eitthvað hafi farið framhjá mér. í kringum mig voru allmargir rennsveittir menn á aldrinum 20 og uppúr, til hliðar við sviðið dingluðu sér glimmerklæddar unglingsstúlkur með stút á munni. þær virtust ekki hafa aldur til viðveru. nokkrar voru illa á sig komnar eftir skemmtunina og veltust um torgin á ljótum hælaskóm sem engum nema tískuþrælum dettur í hug að kaupa. ég var aftur á móti í "góðum skóm" frá búð þeirri sem kennd er við vinnuföt. eina kvennsu hitti ég í leigubílabiðröð. ég gat ekki betur séð en stúlkan sú væri á góðri leið á að enda í ampútasjón, svo bólgin var hún á tám og öklum - hvað er þetta með þessa ógeðslegu skó? eitt er að vera í ljótum skóm en annað er að stíga í einhvað sem á að líkjast skóm! mér finnst að það ætti að banna svona ógeð og með því er hægt að spara stóran pening í samanskrúfuðum öklum og höndum eftir helgar.

hitt er annað að ég fann skáldakápuna í gær og hafði þar dulu að dansa í. hún kostaði 3000 og er dásamleg og falleg. hún er af einhverri gamalli konu úr hafnarfirði og ekki skemmir það fyrir. konur hafa yfirleitt verið smart í hafnarfirði, með fáum undantekningum sem ég eyði ekki plássi í.

nú, í dag tók ég að mér að passa litla frænku sem verður 1 árs í næsta mánuði. hún kom til mín í fyrsta sinn í pössun utan síns heimilis. hún hafði verið eitthvað ólík sjálfri sér í dag, ekki hlegið eins mikið og fáir fengu bros. foreldrarnir fóru með eldra barnið á gosa. þau skemmtu sér vel. litla frænka og ég skemmtum okkur ágætlega framanaf, hún svaf og ég keyrði vagninn. svo varð allt heldur leiðinlegt þegar litla frænka fór að gráta og gráta og gráta og gráta. ekki vildi hún borða, drekka, sofa hvað þá að leika sér. með ekka og tár sat ræfillinn í fanginu á mér og kúrðist niður og hágrét útaf einhverju sem við hjónin stóðum ráðþrota yfir. gat þetta verið aðskilnaðarmótmæli? var barnið lasið? voru foreldrarnir ekki að koma? jú - þau voru á leiðinni. litla frænka skildi það ekki og herti hljóðin. fjölskyldan fór heim með litlu frænku í flýti, hún hlaut að vera eitthvað lasin ræfillinn. þegar heim kom varð hún öll rólegri og tók ágætlega til matar síns. þegar annað foreldrið fann lykt var skýringin fengin. ræfillinn litli var sárlasin með niðurgang. æjh ræfillinn....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband