16.5.2008 | 22:38
í hvert sinn sem..
.. ég fer á menningarviðburði kemur upp í mér tregi sem er nánast hrein og tær sorg. í einu tilefnislausri árás á skít og ryk henti ég skáldafrakkanum. hann var í eigu eins stærsta útvegsmanni íslands til margra ára, sá var afar smávaxinn af karlmanni að vera og fékk ég frakkann til eignar þegar karlinn fór til guðs. frakki var klæðskerasaumaður frá kóróna.
- nú skal haldið á egó. einn vitleysingurinn sagði í fréttablaðinu um daginn að hún hefði mjög víðan og opin tónlistasmekk, hlustaði jafnt á diskó og popp og meira að segja svolítið á paunk en það hefði komið til "þegar bubbi startaði egóinu" eins og viðkomandi sagði orðrétt. hér er auðvitað um gundvallarmisskilning að ræða eða öllu heldur fáviska um paunk. utangarðsmenn voru ekki einu sinni paunk. paunk hefur varla verið til á íslandi. það má deila um það hvort fræbbblarnir eða taugadeildin séu/voru paunk eða ekki, þeir eru það að mínu mati, en egó var aldrei paunk.
-------- en öllu því slepptu þá á ég enga dulu að dansa í og ekki er mikið paunk í því.
Athugasemdir
..um leið og ég las yfir fyrirsögnina hljóp í huga mér alveg hreint frábært lag með vonbrigði sem ég kann slitrur úr...þú varst alltaf að hræða mig, í hvert sinn sem ég hitti þig, ég hef alltaf hatað þig, af hverju, af hverju ferðekki, af hverju ferðekki bara, af hverju ferðekki bara heim til þín, farðu heim til þín. þetta lag heitir guðfræði og er á plötu sem ég spila oft.
doddý, 16.5.2008 kl. 22:56
djísúss - ég gleymdi bjarna móhíhanakambi og forgarði helv. bið alla hlutaðeigandi afslunar..
doddý, 16.5.2008 kl. 23:03
æji AFSÖKUNAR.
doddý, 16.5.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.