ég held að ég geymi pistilinn um spítalann..

.. og hugsi bara um það sem skiptir máli. í stuttu máli vitum við sem að komu hvort er betri pappír, skurð og svæfingahjúkkur eða forstjórar og ónefndur sviðstjóri spítalans. hægt væri að skrifa heila bók um þeirra sveittu sáttahendur og innri menn. hún kemur kannski út ef ég er í sérlega vondu skapi.

 vell, betri helmingurinn er á förum til útlanda á morgun og það verður ansi gaman (hjá mér ) á meðan. ég sinni hinu hjónabandinu bara betur á meðan og heimsæki jafnvel fólk.

garðvinnan er byrjuð og búið að safna saman rusli sem fokið hefur inn í minn garð úr öðrum görðum. stundum þarf að gera sömu hlutina tvisvar eða oftar - nú sé ég í mínum garði pappakassa utan af trampólíni, kassa utan af six pakk, eldhúsrúlla hefur faðmað hekkið á þremur stöðum og stórt einnota glas situr í beðinu og horfir á innileikann sem á sér stað á greinunum. kann fólk ekki lengur að ganga frá rusli í ruslatunnur? hvaða fokk er það að skíturinn úr öðrum löðrast yfir garðinn minn sem er öllum görðum fegurri í götunni? ég er alltaf fyrst til að taka til í garðinum, henda flugeldadóti, jólatrénu og raka saman afklippum úr hekki og þannig. nágrannarnir virða mína vinnu ekki betur en svo að þeir horfa á eigin skít og drasl leika sér á minni landareign og klóra sér bara í klofinu yfir því...eins og magnús og bróðir hans sem höfðu ekki síma! ég fer á eftir og hendi þessi öllu til baka - bara einhvert - því mér er fokk sama hvað verður um drasl sem ég vil ekki vita af!! ég er ekki umhverfissóði það skal vera á hreinu  lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband