til bjargar bændum og búaliði

hugmyndin er eiginlega stolin en þróaðist í samtali við frænku mína sem er bóndi sem líkt og aðrir bændur þurfa að borga með sér til að lifa á islandi. mér hefur alltaf runnið til rifja þegar er verið að hygla og andskotast með agalega tilgangslausar hugmyndir líkt og þegar íslendingar og fleiri jarðbúar héldu ekki vatni yfir keikó sem var bara fiskfjári með sveppasýkingu í húð. nær væri að hlúa að einhverju sem skiptir máli og gefur í aðra hönd. mjög nærtækt væri ef hver íslendingur keypti uppeldi á einni kú. kaupandinn myndi þá borga bónda fyrir daglega umhirðu, s.s. fóður, bás, heimsóknir dýralæknis, slátrun og frágang og senda mjúsiklista til sinnar kúar eða tudda sem spiluð væri fyrir skepnuna svo henni líði vel. á jólum og páskum myndi kaupandi senda sinni skepnu aukapening fyrir einhverju sem fellur til það árið. í staðinn fengi kaupandi mynd af skepnunni, heimsóknartíma og forkaupsrétt á úrvalskjöti beint frá bónda. með þessu móti yrði allt annað líf að vera bóndi og kjöt yrði töluvert ódýrara á almennum markaði. svo má auðvitað heimfæra verklagið á hvaða tegund sem er. gaman væri nú að eiga mynd að rolluskjátu í albúmi og heimsækja hana að hausti í réttum. börn hafa líka svo gott af því að komast í sveitina og sjá hvernig dýrin hafa það og hvernig allt er í raun og veru. hver man ekki eftir að hafa farið með ís í munnvikum og súkkulaði út á kinn í ryk- og reykmettuðum bíl með mömmu og pabba út í sveit til að skoða dýrin? öllum börnum langar að komast úr leikjatölvum og öðru dópi út í náttúrulegt umhverfi þar sem litlu dýrin tyggja gras, liggja á meltunni og hlaupa um og leika sér. í beinu framhaldi er eðlilegast að bjóða kaupendum að vera viðstaddir slátrun á eigin skepnu svo öll fjölskyldan viti nú hvaðan maturinn þeirra kemur. allt þetta er gott fyrir fólk á öllum aldri að gera sér grein fyrir, að bændur eru ekki fólk með útivistardellu heldur flokkur fólks sem sér borgar- og bæjarbúum fyrir nær öllu sem er ómissandi á jólum, páskum, afmælum, júróvisjonpartýum og flestum viðburðum í lífi hvers manns. auðvitað er dásemdin ekki ókeypis og þess vegna vaknaði hugmyndin um fósturtuddann.  áfram bændur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Þetta er hægt með kindur. Þú getur "keypt" kind

Sjá: http://www.kind.is

Skákfélagið Goðinn, 11.4.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband