1. ógeð, 2. litlir kassar

1 - ógeð 

hvað gengur fólki til að kveikja í hesthúsum, með hestum inni í? er fólk haldið kvalarlosta eða bara mjög heimskt? maður bara er orðlaus!

æji - bara ekkert að gera í dag, förum upp í hesthús og kveikjum í W00t, já og hlustum á hrossin kveljast og brenna - já frábær hugmynd ha?

 

2 - litlir kassar

um daginn var ég í hópi fólks og barst talið að einhverjum skólabúningum og svoleiðis. einn pabbinn hafði nokkuð fyndið að leggja í umræðuna og var það á þá leið að dóttir hans á barnaskólaaldri sem skreytt er skólabúningi, velur sér nærföt á hverjum morgni að mikilli kostgæfni því þar sem allar stúlkur eru eins klæddar er metingurinn færður nær beini og þurfa nú nærfötin að standast strangari kröfur en verið hefur.

þarf þá ekki að fara að hanna skólanærföt? þegar engin klæði eru til að metast um, þá þarf að samhæfa leikföng (eða bara sleppa þeim), hárskraut og fleira skemmtilegt verður bara allt eins svo allir verði eins! þurfa þá foreldrar ekki að fara að ganga í stöðluðum fötum líka svo þeir séu allir eins líka? það þarf að útrýma hættulegum frösum barna ( pabbi minn er sterkari en pabbi þinn) og eigum við þá ekki að aka um á eins bílum (höfum það toyota hilux- svartglansandi á 38"), búa öll í eins húsum og svo mætti lengi telja - allt til að við þurfum ekki að kenna krakkarófunum okkar neitt um eðlilegheit og fjölbreytileika. það sér það hver maður að ekki gengur að taka í hnakkann á krökkum sem hafa sér til skemmtunar að hrekkja aðra vegna útlits eða klæðaburðar, það er auðveldara að steypa alla í sama mót þannig fríar maður sig mikilli ábyrgð.

öll svona óeðlilegheit minnir mig á texta með þokkabót sem fjallar um litla kassa - og allir eins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband