!

nú var ég að ljúka við að skoða vínilsafnið vegna þess að í dag keypti ég formagnara í plötuspilarann. eða ég keypti formagnarann því ég var farin að sakna vínlana. engin er svikin af gömlu diskói og pönki og dóti allskonar. ég hélt nú að meira væri til að diskói en pönkið hafði vinninginn. einni plötu sakna ég mjög mikið og það er hvíta platan með fræbbblonum. þessi plata hefur verið í eigu systkyna minna í mjög mörg ár og ég hélt að ég hefði tekið hana með mér þegar að heiman fór. þau hafa ekki séð plötuna heldur í mörg ár. þetta finnst mér agalega erfitt, að vita til þessa gersima í höndum fólks sem kann ekki að fara með. til að vega upp þennan afar erfiða söknuð skoða ég og hlusta á talking heads og ninu hagen og dead kennidys og aðrar plötu með fræbbblonum eins og viltu nammi væna? það er nú meira meistarastykkið -ha?

en ekkert kemur í stað þeirra hvítu Frown.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband