1.4.2008 | 21:28
lífshlaup kattarins kisa
kisi fannst í ruslagámi uppi í árbæ og var þá stálpaður kettlingur með lungnabólgu, svangur og þvældur. bjargvætturinn laufey er (eða var allavega þá) starfsmaður kattholts svo leiðir kisa lágu eðlilega þangað. þar var hann fæddur og "klæddur" og geymdur í búri.
þegar ég sá mynd af honum á síðu kattholts var hann búin að vera þar í 9 mánuði og stóð til að senda hann "í sveitina" því engin vildi eiga hann. ég heimsótti hann til að sjá hvort um vörusvik væri að ræða, en ekki stóð á gæðum kvikindisins svo hann flutti á álftanes rúmlega 1 árs og er nú uþb 3 ára um þessar mundir.
kisi var nefndur zorró í kattholti vegna skemmtilegrar litalegu í andliti. hér heima í höllinni hefur hann gengið undir allskonar nöfnum en svarar auðvitað engu nema kisi- kisikiskisisiisisisisisis og svo er hægt að blístra á hann.
kisi hefur frá upphafi þurft að berjast fyrir tilveru sinni. fyrst við vosbúð, kulda og hungur, síðan beið hann halloka fyrir yngri og sætari frændum sínum og frænkum á hælinu og rétt slapp við ferðina í sveitina.
þegar heim kom tók við ærið verkefni - að verja sinn garð og runna. við höfum 4 sinnum hitt dýralæknin og hvæst á hann og urrað þó hún sé öll að vilja gerð við að gefa sýklalyf og binda um sár sem ljóti hefur veitt okkur. ljóti er óvinur númer eitt og býr í nálægri götu. húsbóndinn hans er ónefndur eigandi prentverksmiðju. kisi þarf að verjast fleirum en ljóta. pósturinn getur verið ansi ógnandi þegar lítill kisupúði hrekkur upp að værum blundi um leið og drasli er troðið inn um lúguna og endar á gólfinu með skelli. skelfingarógn læðist að um helgar og frídögum þegar simbi heimsækir afa sinn og ömmu hér hinumegin við götuna en það hefur ekki orðið vandamál úr því enþá því simbi er forvitin hundur og er oftast bundinn. kisi hefur með góðu innsæi getað undirbúið sig því hann þekkir bílinn sem simbi kemur í og getur þannig náð yfirsýn í vaskhúsglugganum. einnig hefur hann mælt út radíusinn sem simbi kemst í bandinu og nær oft að kvelja hundinn talsvert. samt er það nú þannig að afinn er ekki alltaf með sama reipið á simba - það er ekki alltaf jafn stutt eða jafnt langt.
áhugamál kisa er að drepa og leika sér með dautt og hálfdautt fórnarlamb. stærsti fengurinn hingað til var hettumávur sem kisi litli setti undir rúmið okkar um miðja nótt. eins og myndirnar sýna er úrvalið af tegundum gott hér í sveitinni og margt skemmtilegt við að vera í fjörunni. svona er daglegt líf kisa, eins og hjá flestum heimiliskisum, sofa - eta - leika sér - drepa - njóta lífsins - verja eigur sínar.
myndir þú vilja vera kisi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.