1.4.2008 | 18:00
leti eða heiðarleiki?
þar sem maggs vinur er lasin og hnerrar svakalega, spunnust upp frásagnir af starfsmönnum sem tilkynna veikindi vegan ósennilegra kvilla. ég er sammála írisi og finnst verulega ólekkert að hnerra ofaní mat sem maður mallar fyrir aðra (og þiggur kaup fyrir) svo maggs litli tekur veikindaleyfi með hreina samvisku og hor í hendi. oftar sem einu sinni tók ég við tilkynningu starfsmanns um veikindi á ótilgreindri stofnun. starfsmaðurinn hafði ekki sofið nema 3 klukkutíma um nóttina og ætlaði að sofa til 10 og mæta svo í stað þess að koma kl 8. besta tilkynningin sem ég hef heyrt um er þegar stúlka sagðist hafa hryggbrotnað en kæmi kannski daginn eftir !!! í mér kom upp heilbrigðisstarfsmannasjónarhornið og hló ofsalega, maður tjillar bara ekki með brotinn hrygg. þetta símtal átti sér stað fyrir um 15 árum og kemur alltaf reglulega í huga mér þegar vinnusiðferði fólks ber á góma (og stundum heimska) - það þarf ekki að fjölyrða neitt um það að stúlkunni var ekki trúað - en, mér datt í hug, bara í dag, kannski var stúlkan hryggbrotin? bara eins og skrifað eftir barböru kartlnd, á ljóðrænan máta?
hún var jú að vinna í bókabúð!?
ég hefi ákveðið að hafa vera helgar og frídaga bloggari. það fer doldill tími í þetta og eins og íris, á ég mjög erfitt með að finna heiti á pistla sem fara oft bara um víðan völl - hlátrasköll.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.